logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Gjöf frá Foreldrafélagi Lágafellsskóla

22/05/2019

Mikilvægt er að börn og unglingar lesi og haldi áfram að lesa eftir að lágmarksfærni er náð og er það í raun forsenda þess að þau ráði við stöðugt erfiðara lesefni og flóknari orðaforða. Lestur ætti að vera ánægjuleg reynsla og miklu skiptir að börnum finnist þau ráða við viðfangsefnið. Til að örva áhuga á lestri er nauðsynlegt að gefa börnum kost á að velja sér lesefni sem þau hafa áhuga á og hafa rannsóknir sýnt að slíkt skiptir miklu máli þegar fram í sækir.

Því samþykkti stjórn foreldrafélag Lágafellsskóla að styrkja bókasafn skólans með peningagjöf að fjárhæð 150 þúsund krónur. Stjórn foreldrafélagsins vill þannig fyrir hönd foreldra hvetja stjórnendur og starfsfólk til að halda áfram að bæta við bókakost skólans og hvetja þannig til yndislesturs barna og unglinga í Lágafellsskóla.

Myndin sýnir hluta af þeim bókum sem keyptar voru fyrir gjafaféið. Skólinn þakkar fyrir frábæra gjöf sem nýtist öllum nemendum skólans.

Sesselja Gunnarsdóttir deildarstjóri 7.-10. bekkjar, Ólöf Kristín Sívertsen formaður foreldrafélags skólans, Ásta Steina Jónsdóttir staðgengill skólastjóra, Kristín Rögnvaldsdóttir bókasafnsfræðingur og Lísa Greipsson deildarstjóri 3. – 6. bekkjar.

 

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira