logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Tryggingar á skólatíma

Merki SjóváSkólabörn í Mosfellsbæ eru tryggð hjá Sjóvá.

Frá og með 1. janúar 2019 mun Sjóva sjá um að sjúkratryggja skólabörn í Mosfellsbæ.

Um slysatryggingu skólabarna. 

Öll börn, yngri en 18 ára sem eru búsett í Mosfellsbæ og eru skráð í grunnskóla (gildir um slys sem verða á skólatíma, á skólalóð eða í ferð á vegum skólans), leikskóla, dagskóla, á sumarnámskeið, á gæsluleikvelli og í skipulögðu tómstundastarfi félagsmiðstöðva eru nú sjálfkrafa vátryggð hjá Sjóvá.

Sjálfsábyrgð í hverju tjóni er kr. 17.000 vegna slyss á barni (nemanda)

Hér má lesa skilmála slysatrygginga skólabarna á heimasíðu Sjóvár.

Í raun virkar þetta einfaldlega svona:

  1. Foreldrar greiða sjálfir heimsóknir á heilsugæslu eða til sérfræðinga vegna slyssins (ekki skólinn eða Mosfellsbær)

  2. Þegar upphæðin sem foreldrar hafa þurft að greiða vegna slyssins fer yfir 17.000 krónurnar fara foreldrar með nóturnar á skrifstofu Sjóvá-Almennar trygginar hf. og fá endurgreitt.

Best er að leita til Sjóvá ef þið þurfið frekari upplýsingar.
Kringlan 5, 103 Reykjavík
sjova@sjova.is sími: 440-2000

 

Fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
sími: 525 6700

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira