logo
 • Samvera -
 • Samvinna -
 • Samkennd

Frístundasel

Frístundasel Lágafellsskóla veturinn 2017-2018

Umsókn um vistun í Frístundasel Lágafellsskóla fer fram á Íbúagátt Mosfellsbæjar,

 • Frístundasel Lágafellsskóla verður opið frá 13:20 -17:00 mánudaga til fimmtudags og 12:40 til 17:00 á föstudögum fyrir nemendur í 3.-4. bekk. Frístundaselið í Höfðabergi verður opið frá 13:30-17:00 mánudaga til fimmtudags og 13:20-17:00 á föstudögum fyrir nemendur í 1.-2.bekk.
 • Á Höfðabergi er frjáls mæting á morgnana frá 7:50. Ath. ef fyrsta kennslustund er í íþróttahúsinu að þá er mætt beint þangað.
 • Grunngjald fyrir vistun er 329 kr. fyrir hverja klukkustund en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar   
 • Boðið er upp á vistun í Vetrarfríum, jólafríum og páskafrínum ef þátttaka næst en  gjald fyrir þessa daga er 350 kr. fyrir hverja klukkustund.
 • Boðið er upp á Nónhressingu í Höfðabergi en hún kostar 170 kr hver dagur.

Reglur og gjaldskrá fyrir frístund má finna hér inn á   síðum Mosfellsbæjar

Reglur og gjaldskrá vegna viðbótarvistunnar má finna hér á    gjaldskrá Mosfellsbæjar 

Reglur um   systkinaafslátt

Reglur vegna   þjónustu frístundasels

 

 Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla er Ágústa Andrésdóttir.

 • Daglegur vinnutími Ágústu er frá 08:00-16:30. 
Aðstoðarforstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla er Arna Rós Sigurjónsdóttir

Alla morgna er hægt að ná tali af Ágústu á skrifstofu Lágafellsskóla eða í síma 896-2682 og 660-0761 ef einhverjar fyrirspurnir liggja fyrir. Sérstaklega er mælt með því að foreldrar hafi samband við forstöðumann fyrir hádegi ef áríðandi mál koma upp til að minnka álagið á símanum meðan börnin eru hjá okkur. Einnig er hægt að senda tölvupóst til Ágústu á netfangið agusta@lagafellsskoli.is

Ágústa Andrésdóttir
Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla
agusta@lagafellsskoli.is

S: 896-2682(Frístundasel Lágafellsskóla) eða 6600761 (Frístundasel  Höfðabergi)


Frístundasel Lágafellsskóla veturinn 2015-2016
Umsókn um vistun í Frístundasel Lágafellsskóla fer fram á  Íbúagátt Mosfellsbæjar,

 • Frístundasel Lágafellsskóla verður opið frá 13:20 -17:00 mánudaga til fimmtudags og 12:40 til 17:00 á föstudögum fyrir nemendur í 3.-4. bekk. Frístundaselið í Höfðabergi verður opið frá 13:30-17:00 mánudaga til fimmtudags og 13:20-17:00 á föstudögum fyrir nemendur í 1.-2.bekk.
 • Á Höfðabergi er frjáls mæting frá 7:50 til 8:20 en þá hefst kennsla.
 • Grunngjald fyrir vistun er 329 kr. fyrir hverja klukkustund en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar.
 • Boðið er upp á Nónhressingu í Höfðabergi en hún kostar 170 kr hver dagur.
 • Boðið er upp á vistun í Vetrarfríum, jólafríum og páskafrínum ef þátttaka næst en  gjald fyrir þessa daga er 350 kr. fyrir hverja klukkustund.

Reglur og gjaldskrá fyrir frístund má finna hér inn á síðum Mosfellsbæjar

Reglur og gjaldskrá vegna viðbótarvistunnar má finna hér á gjaldskrá Mosfellsbæjar 

Reglur um systkinaafslátt

Reglur vegna þjónustu frístundasels

 

 Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla er Ágústa Andrésdóttir.

 • Daglegur vinnutími Ágústu er frá 08:00-16:30. 
Aðstoðarforstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla er Arna Rós Sigurjónsdóttir

Alla morgna er hægt að ná tali af Ágústu á skrifstofu Lágafellsskóla eða í síma 896-2682 og      660-0761 ef einhverjar fyrirspurnir liggja fyrir. Sérstaklega er mælt með því að foreldrar hafi samband við forstöðumann fyrir hádegi ef áríðandi mál koma upp til að minnka álagið á símanum meðan börnin eru hjá okkur. Einnig er hægt að senda tölvupóst til Ágústu á netfangið agusta@lagafellsskoli.is

Ágústa Andrésdóttir
Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla
agusta@lagafellsskoli.is

S: 896-2682(Frístundasel Lágafellsskóla) eða 6600761 (Frístundasel  Höfðabergi)


Ágústa Rósa Andrésdóttir

Forstöðumaður Frístundasels

Alla daga


Arna Rós Sigurjónsdóttir

Aðstoðarforstöðumaður Frístundasels

Alla daga


Andrea Ósk Þorkelsdóttir

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 

Anna Dúna 

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 

Anton Ari Einarsson

Frístundarleiðbeinandi

Alla daga

 

Arnór Snær Guðmundsson

Frístundaleiðbeinandi


Birkir Þór Guðmundsson

Frístundarleiðbeinandi

Alla daga

 

Daníel Birgir Bjarnason

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 

Egill Guðvarður Guðlaugsson

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 


Gunnar Andri Pétursson

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga nema miðvikudaga

 

 

Guðrún Hrönn Gissurardóttir

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga nema föstudaga


Gyða Rós Freysdóttir

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 

Ísak Sigfússon

Frístundarleiðbeinandi

Alla daga nema miðvikudaga

 

Ívar Örn Jónsson

Frístundaleiðbeinandi

Föstudögum

 

Karen Anna Sævarsdóttir

Frístundaleiðbeinandi

Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga

 

Kristofer Örn Jónsson

Frístundaleiðbeinandi 

Alla daga

 

Patrik Elí Einarsson

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 

Signý Höskuldsdóttir

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 

Tove Bech

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga nema föstudaga

 

Viktor Ingi Ágústsson

Frístundaleiðbeinandi

Alla daga

 

 

 

Frístundafjör - Spurningar og svör

Frístundafjör 

Fyrir hverja er frístundafjörið? 
Fyrir alla krakka í 1. og 2. bekk í gunnskólum Mosfellsbæjar 

Af hverju Frístundafjör ? 
Markmiðið með Frístundafjörinu er að börnin fái að kynnast sem flestum greinum íþrótta og geti í 3. bekk ákveðið hvaða íþrótt þau vilja stunda. Það er ekki markmið Frístundafjörsins að búa til sérhæfða afreksíþróttamenn, heldur að börnin fái að stunda íþróttir í sem fjölbreyttasta formi. Einnig er það markmiðið að börnin myndi sér jákvætt hugarfar í garð hreyfingar og íþrótta hverskonar. Með markmiðsetningu fyrir Frístundafjörið eru markmið Íþróttasambands Íslands fyrir börn 8 ára og yngri höfð að leiðarljósi:   
 • Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.
 • Að þjálfunin fari fram í leikformi.
 • Að æfingarnar séu skemmtilegar.
 • Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.
 • Að fjölgreinafélög sjái til þess að öll börn á þessum aldri hafi tækifæri til að stunda íþróttir með þessum hætti í ódeildaskiptum íþróttaskólum eða námskeiðum á vegum félaganna.

Hvernig fer þetta fram ? 
Öll börnin sem skráð eru í frístundasel grunnskólanna fara í Frístundafjör nema foreldrar óski sérstaklega eftir því að þau taki EKKI þátt. Börnin fara einu sinni í viku,1. bekkur stelpur eru á mánudögum og 1. bekkur stráka á þriðjudögum. 2. bekkur stelpur eru á miðvikudögum og 2. bekkur stráka á þriðjudögum.. Fylgt er ákveðinni dagskrá sem gildir fyrir hverjar tvær vikur í senn. Börnin velja samdægurs í hvaða íþrótt þau vilja fara í. 


Hvað er þetta langur tími á dag? 
Þetta er um 60 mínútur skiptið en gera má ráð fyrir tíma sem fer í ferðir á milli skóla og því er þetta frá kl 14:05 - 15:50 hjá Lágafellsskóla. Starfsmenn frístundaselja fylgja börnunum á milli. 

Hvernig fara krakkarnir niður í Íþróttamiðstöðina að Varmá? 
Frístundafjörið verður í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Starfsmenn Frístundaseljanna fylgja börnunum í frístundafjörið. Börnin frá Lágafellsskóla fara með rútu og starfsmenn frá Frístundaseli fara með hverjum hópi í rútu. Börnin eru undir eftirliti allan tímann. Starfsmenn frístundaselja Lágafellsskóla, Krikaskóla og Varmárskóla eru með börnunum í Frístundafjörinu og hafa auga með þeim og fylgja þeim aftur til baka. 

Hvað kostar Frístundafjörið? 
Frístundafjör er innifalið í gjaldi frístundasels. Þau börn sem fara í frístundafjör þurfa að vera skráð í frístund til klukkan 16:00 eða lengur. 

Hvernig fer skráning fram? 
Krakkar sem eru skráðir í Frístundaseli eru sjálfkrafa skráð í Frístundafjör og er gert ráð fyrir að börn í frístundaseli fari í Frístundafjör einu sinni í viku. Óski foreldri með barn í frístundaseli eftir því að það fari ekki í Frístundafjör þarf að láta forstöðumann viðkomandi Frístundasels vita.

Hvað með æfingafatnað? 
Best er að barnið sé klætt þægilegum fatnaði þá daga sem Frístundafjör er. Börnin munu ekki skipta um föt fyrir frístundafjörið. 

Hver heldur utan um Frístundafjörið? 
Ráðinn hefur verið yfirþjálfari með íþróttakennaramenntun sem mun sjá til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig. Hann mun sjá um alla skipulagningu og samþættingu á milli deilda. Hann starfar í nánu samstarfi við forstöðumenn Frístundaseljanna.

Frístundasel - Gjaldskrá. Gildir frá 1. ágúst 2016

Samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 2. desember 2015

1.gr.

Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístundaseljum er kr. 329,-

2.gr.
Greiðsla fyrir dvalartíma í frístundaseli er sem hér segir:

Greiðslur grundvallast á grunngjaldi fyrir hverja klst. sbr. 1. gr. en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar, sjá nánar samþykkt um frístundasel.

Dvalartímar,
1 klst. á viku 

Gjald per viku 

Gjald per mán.
M.v. 4 vikur 

1.645 kr. 

 6.580 kr. 

2.632 kr.

10.528 kr. 

10

3.290 kr. 

13.160 kr. 

12 

3.948 kr. 

15.792 kr.

15 

4.935 kr.

19.740 kr.

20 

6.580 kr.

26.320 kr.

 

3.gr.

Hægt er að sækja um systkinaafslátt samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þar um, inn á umsókn um frístundasel.


Sjá nánar reglur um systkinaafslátt og samþykkt um frístundasel og gjaldskrá um viðbótarvistun.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gildir frá 1. ágúst 2016


Rútur milli Lágafellsskóla og Varmárskóla

RÚTUFERÐIR SKÓLAÁRIÐ 2017 - 2018

Gildir frá 24.08.17

Frá Lágafellsskóla

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

 

14:05

14:05

14:05

14:05

14:05

 

14:20

14:20

14:20

14:20

14:20

 

14:55

14:55

 

15:10

15:10

15:10

15:10

15:10

 

15:50

15:50

15:50

15:50

15:50

Frá Varmá

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

14:10

14:10

14:10

14:10

14:10

14:45

14:45

14:45

14:45

14:45

15:40

15:40

15:40

15:40

15:40

Rútuakstur vegna Íþróttafjörs og æfinga Skólahljómsveitar á Varmársvæði

Nemendum er frjálst að nýta rútuakstur vegna íþróttaæfinga

Réttur til breytinga áskilinn

Munum að sýna rétta hegðun í rútunum