logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Starfsáætlun

Samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla skulu skólar árlega setja fram starfsáætlun sína. 

Lágafellsskóli  birtir stefnu sína með tvennum hætti eins og grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla gera ráð fyrir. Annars vegar er skólanámskrá og hins vegar starfsáætlun skólans sem er þetta rit. Bekkjarnámskrár skulu einnig birtar á heimasíðu skólans en þar koma fram helstu áherslur í kennslu, hæfniviðmið og leiðir að markmiðum. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð starfsáætlunar og skólanámskrár og skal semja þær í samráði við starfsfólk.

Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár og þar er gerð grein fyrir þeim gildum sem starf skólans byggir á. Aðalnámskrá grunnskóla, sem tók gildi árið 2011, byggir á sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Starfsáætlun er ætlað að gefa yfirlit yfir helstu áherslur og markmið skólastarfsins og gefa innsýn í venjur og siði skólans. Þar er einnig að finna skóladagatalið og helstu viðburði á skólaárinu. Sagt er frá skólareglum, félagslífi nemenda og einnig eru birtar upplýsingar um starfsfólk skólans og aðrar hagnýtar upplýsingar. Í samræmi við umhverfismarkmið skólans er starfsáætlunin birt á rafrænu formi á heimasíðu skólans.

Lísa Greipsson

Skólastjóri Lágafellsskóla

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira