logo
 • Samvera -
 • Samvinna -
 • Samkennd

Gagnalisti

Nauðsynleg námsgögn verða greidd og keypt af bæjarfélaginu skólaárið 2018-2019. Vinsamlega kynnið ykkur þær reglur sem gilda um  námsgagnakaupin með því að smella hér

1.9.2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti árið 2017 að öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar).

Námsögn verða afhent nemendum í upphafi skólaárs. Til að hlúa að umhverfinu okkar og fara vel með sameiginlega sjóði sveitarfélagsins þá biðjum við ykkur um að leggja okkur lið og athuga hvaða námsgögn  eru til á heimilinu frá fyrri árum.  Börnin eru beðin um að koma með í skólann þau gögn sem hægt er nýta áfram (s.s möppur, pappír, stílabækur/reikningsbækur, plastvasa og fleira).  Það sem upp á vantar af námsgögnum mun skólinn bæta við. Ritföng sem þegar eru til er ágætt að eiga heimavið.

Eftirfarandi vinnureglur gilda um gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum Mosfellsbæjar:

 • Gagnalistar liggja til grundvallar kaupum skólanna á námsgögnum.  Vilji foreldrar önnur innkaup á gögnum en tilgreind eru í gagnalistum fellur sá kostnaður ekki innan námsgagna sem skólinn afhendir.   Foreldrar sem óska eftir að kaupa námsgögn á eigin kostnað geta snúið sér til deildarstjóra verkefna asta@lagafellsskoli.is og fengið upplýsingar.
 • Endurnýjun á námsgögnum og ritföngum fer fram að meðaltali á þriggja ára fresti. Undantekning er þó skriffæri (blýantar, skriftarpennar), strokleður og límstifti sem endurnýjast árlega.  Hver nemandi fær fjóra blýanta og tvö strokleður, kúlupenna og/eða filtskrifpenna í þeim árgöngum sem við á.  Litir og yddarar eru sameiginlegir og verða geymdir í kennslustofum.                    Nemendur í 8.-10.bekk fá  veturinn 2020  skrúfblýant, pakka af  0,7 blýi, 1 blýant, 1 penna og  2 strokleður.   Ef þessi gögn týnast eða endast ekki út veturinn þá ber foreldrum að endurnýja viðkomandi búnað.
 • Þeir nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk fá ný námsgögn þar sem þeir eru að hefja sína skólagöngu.  Sömuleiðis fá nýir nemendur í öllum árgöngum afhent námsgögn í samræmi við gagnalista.
 • Námsgögn eins og stíla- og reikningsbækur, sögu- og verkefnabækur og möppur eru að öllu jöfnu geymd í skólanum en fara heim með nemendum ef um heimanám er að ræða. Gert er ráð fyrir að á heimilum séu til nauðsynleg skriffæri og litir til að sinna heimanámi.
 • Námsgögn verða ýmist sérmerkt nemanda eða verða í bekkjar-, árganga-, stofu- og  eða skólasettum.
 • Eftir því sem líður á námið í grunnskóla bætast við námsgögn og munu þau verða afhent eftir þörfum.
 • Kostnaður vegna valáfanga er óbreyttur.
 • Innan gjaldfrjálsra námsgagna eru ekki skólatöskur, pennaveski, íþrótta- og sundföt og flóknari reiknivélar (nýtast áfram í framhaldsskóla).
 • Athugið að týnist, nýtist að fullu eða eyðileggist námsgögn hjá nemendum eru foreldrar ábyrgir fyrir því að námsgögn séu endurnýjuð.
 • Nemendur í núverandi 8.-10.bekk fengu í 7.bekk afhentar 5 þykkar plastmöppur (4 cm) með teygju og eiga að koma með þær aftur í skólann.  Ef þær hafa týnst eða skemmst frá sl. skólaári þurfa forráðamenn að útvega nýjar.  Gul samfélagsfræði, rauð íslenska,  græn náttúrufræði, blá stærðfræði, hvít/glær/grá enska og  appelsínugul danska.
 • Allir nemendur sem eiga heilar plastmöppur með lituðu baki komi með þær í skólann.

Nýtt fyrirkomulag á gjaldfrjálsum grunnskóla mun taka tíma að móta. Við óskum eftir sem bestri samvinnu í anda umhverfisverndar við endurnýtingu og meðferð námsgagna. 

Með góðri kveðju,

Lísa Greipsson, skólastjóri Lágafellsskóla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira