logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Stelpur og tækni í 9.bekk

04/05/2018

Fimmtudaginn 3.maí var stelpunum í 9.bekk boðið á viðburðinn Stelpur og tækni sem haldinn var í fimmta sinn. Dagurinn er haldinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail. Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tækni og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. 

Stelpurnar okkar fengu að prófa og sjá margt þennan dag, fóru í heimsókn til Vodafone og 365 fyrir hádegi og síðan eftir hádegi voru vinnustofur þar sem þær fengu að spreyta sig í forritun og tölvutengdum verkefnum. Stelpurnar voru sér og skólanum okkar til mikillar fyrirmyndar. Framtíðin er svo sannarlega björt.

 

Hér má sjá myndir frá deginum

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira