logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Forritunarkeppni grunnskólanna

09/02/2016
Heil og sæl

Forritunarkeppni grunnskólanna verður haldin í fyrsta sinn í apríl 2016. Forkeppni verður 22.-28.febrúar. Ástæða þess að við viljum hrinda þessari keppni í framkvæmd er að það kom fram hjá keppendum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna hefur veirð haldin i mörg ár að svona keppni vantaði á grunnskólastigi.
Þessi keppni er bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Keppnin
• Er fyrir alla nemendur í grunnskólum landsins
• Grunnskólanemendur koma saman og leysa skemmtileg verkefni
• Bæði fyrir þá sem hafa forritað áður eða vilja kynnast forritun
• Sambærileg verkefni á youtube síðu keppninnar
• Er öllum aðgengileg og auðveld í notkun
• Forkeppni verður haldin á netinu en aðalkeppnin í Tækniskólanum

Keppnisreglur
• Keppendur verða að leysa dæmin sem þeir fá úthlutað
• Keppendur mega ekki vera í sambandi við aðra (utan keppninnar) á meðan á keppninni stendur.
• Netnotkun er leyfð, en spjall við aðra er ekki leyft
• Öll önnur hjálpargögn eru leyfileg

Fyrirkomulag
• Forkeppni er 22. til 28. feb. 2016
• Niðurstöður eru notaðar til að skipta upp í deildir
• Skráning í aðalkeppnina stendur til 18.mars 2016
• Aðalkeppnin er 1. - 2. apríl 2016 í Tækniskólanum
• Verðlaunaafhending að lokinni keppninni

Fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel þá ætlum við að bjóða upp á forritunarbúðir
yfir eina helgi í Tækniskólanum þar sem nemendur allstaðar að geta komið og
æft sig í forritun og spreytt sig á verkefnum.
Forritunarbúðir
• Opið öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á að læra forritun
• Nemar á tölvubraut fara yfir grunnatriði forritunar og kynna keppnina
• Frábær leið til þess að ná betri árangri í forritun
• Föstudaginn 12. febrúar frá 16:00 til 20:00
• Laugardaginn 13. febrúar frá 10:00 til 16:00Kennslumyndbönd fyrir C# á Youtube
Skráning nemenda á kodun.is


Kær kveðja
Hulda Birna Baldursdóttir
Markaðsstjóri/Verkefnastjóri vísinda og tæknibrautar
Sími 514-9000 GSM 660-1973 Vefpóstur:hbb@tskoli.is

 

Ókeypis undirbúningur fyrir forritunarkeppni grunnskólanna


Laugardaginn 20. febrúar ætlar Skema að bjóða uppá ókeypis undirbúning fyrir forritunarkeppni grunnskólanna fyrir nemendur Skema sem tekið hafa a.m.k. grunnnámskeið í forritun. Farið verður yfir C# forritunarmálið og nokkur verkefni tekin fyrir sem eru í samræmi við þau verkefni sem lögð verða fyrir í forritunarkeppni grunnskólanna (https://kodun.is/).

12:00 - 15:00 = Forritunarsmiðja - Strákar (10-13 ára) 
12:00 - 15:00 = Forritunarsmiðja - Stelpur (10-13 ára) 
15:30 - 18:30 = Forritunarsmiðja - Strákar (13-16 ára) 
15:30 - 18:30 = Forritunarsmiðja - Stelpur (13-16 ára) 

Skráning fer fram hér.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira