logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Höfðaberg

Höfðaberg er útibú frá Lágafellsskóla sem hóf störf skólaárið 2014-15 og er staðsett við Æðarhöfða. Þá voru nemendur við Höfðaberg 124 talsins í þremur fimm ára deildum og fjórum 1. bekkjum. Skólaárið 2021-22 eru nemendur á Höfðabergi 140 talsins í fimm þriggja-fjögurra ára deildum (Lóu-, Spóa-, Kríu-, Uglu- og Lundabergi) og tveimur fimm ára deildum (Blika- og Þrastarbergi). Öll grunnskólabörn eru í vetur komin í aðalbyggingu skólans. 

Stýrimenn Höfðabergs eru Tinna Rún Eiríksdóttir, leikskólastjóri, s: 578-4499 og netfang: tinnarun@lagafellsskoli.is, og Anna María, aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjóri stoðþjónustu á Höfðabergi, annam@lagafellsskoli.is.


Á Höfðabergi eru fimm blandaðar 3 - 4  ára deildir:

  • Lóuberg
    Deildarstjóri er Eva Hrönn Jónsdóttir
  • Kríuberg
    Deildarstjóri er Erla Birna Birgisdóttir
  • Spóaberg 
    Deildarstjóri: Lína Sigríður Hreiðarsdóttir
     Lundaberg  
    Deildarstjóri er Ástríður Anna Steinþórsdóttir
  • Ugluberg
    Deildarstjóri er Guðríður Guðmundsdóttir

Á Höfðabergi eru tvær 5 ára deildir:

  • Blikaberg
    Deildarstjóri Guðríður Arndís Ingvarsdóttir
  • Þrastarberg
    Deildarstjóri er Theódóra Kjartansdóttir

Skólastefna Höfðabergs

Stefna Höfðabergs setur barnið í öndvegi með einstaklingsmiðun í námi og leik þar sem unnið er að því að virkja sterkar hliðar einstaklinga. Samþætting námsgreina þar sem áhersla er lögð á að námið fari fram í gegnum leik og upplifun barnsins.

Áhersla er lögð á læsi í víðum skilningi og hlutbundna talnavinnu sem miðar að því að efla skilning barna á hugtökum og talnagildum.

Þar sem Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag er lögð áhersla á hollustu og daglega hreyfingu þar sem nærumhverfi skólans er nýtt í leik og starfi. Börnin fá tækifæri til að vera úti í náttúrunni, kynnast nánasta umhverfi, nýta efnivið og þann fjölbreytilega sem í kringum okkur er. Stuðlað er að því að börnin kynnist hlutunum frá fyrstu hendi, fái reynslu og upplifun af náttúrunni og öðlist þannig færni í að bera virðingu fyrir henni og vilja til að vernda hana.

 Rólegt upphaf dags þar sem boðið er upp á morgunverð  áður en kennsla/skipulagt starf hefst.

Gildi Mosfellsbæjar, virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja verða lögð til grundvallar skólastarfinu þar sem unnið verður eftir Uppbyggingastefnunni, Uppeldi til ábyrgðar. Þar er lögð áhersla á að efla einstaklinginn, styrkja sjálfsmynd, sjálfsaga og sjálfsstjórn hans með það að markmiði að hjálpa honum að gera sér grein fyrir þörfum sínum og bæta samskipti. Megináherslan er að byggja upp sjálfstraust, að hjálpa nemandanum til að verða sá sem hann vill verða.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira