logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Out of the box - Erasmus verkefni

Lágafellsskóli fékk Erasmus plus styrk til að taka þátt í skólasamstarfsverkefni 4ra skóla í Evrópu fyrir árið 2015 – 2017. Þessir skólar eru Vrije Basisschool í Brugg í Belgíu, Grundschule an der Oberföhringer Strasse í Munchen í Þýskalandi, IC1Bassano í Bassano á Ítalíu og Lágafellsskóli. Verkefnið kallast “Out of the box” eða “Hugsað út fyrir kassann”. Unnið er með náttúruvísindi, tækni, upplýsingatækni og stærðfræði.

Umsjónarmenn verkefnisins fyrir hönd skólans eru Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir umsjónarkennari í 3. bekk og Lára Torfadóttir umsjónarkennari í 1. bekk.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira