logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir árum

Skólahlaup UMSK fyrir 4. -7. bekk

06/10/17Skólahlaup UMSK fyrir 4. -7. bekk
Hið árlega skólahlaup á vegum UMSK fór fram fim. 5/10 í blíðskaparveðri á Kópavogsvelli. Allir grunnskólar á sambandsvæði UMSK mega taka þátt. Mjög góð þátttaka var hjá nemendum í Lágafellsskóla og hlupu um ¾ nemenda í 4. – 7. bekk. Skólinn náði 6 nemendum á verðlaunapall sem er glæsilegur árangur.
Meira ...

Forvarnarfræðsla Magga Stef

03/10/17Forvarnarfræðsla Magga Stef
Þessa dagana er Magnús Stefánsson með fræðslu fyrir nemendur skólans. Hver árgangur fær sinn eigin tíma hjá honum. Forvarnarfræðsla Magga Stef er forvarnarstarf sem byggir á 16 ára reynslu Magnúsar Stefánssonar af svokallaðari Marítafræðslu, sem hann starfaði með í grunn- og framhaldsskólum Íslands frá 2001 fram til 2016.
Meira ...

Endurskinsvesti að gjöf til nemenda í 1. og 2. bekk

06/09/17
Allir nemendur í 1. og 2. bekk í Mosfellsbæ fengu í dag afhent til eignar endurskinsvesti frá Heilsuvin, heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ, í samvinnu við TM. Nauðsynlegt er að vera vel merktur í umferðinni nú þegar skyggja fer.Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskins þess vegna nauðsynleg.
Meira ...

Kynningarfundir

04/09/17Kynningarfundir
Kynningarfundir fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í Lágafellsskóla verða á tímabilinu 7. - 14. sep. Smellið á fyrirsögnina til að lesa nánar.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla

01/09/17Laus störf við Lágafellsskóla
Við skólann eru laus störf nú þegar vegna forfalla og eins allan veturinn. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Gjaldfrjáls grunnskóli í Mosfellsbæ

15/08/17Gjaldfrjáls grunnskóli í Mosfellsbæ
Bæjarráð hefur samþykkt að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar).
Meira ...

Skólasetning mið. 23. ág. 2017

13/08/17
Skólasetning í hátíðarsal Lágafellsskóla 2. bekkur kl. 9:00 3. - 4. bekkur kl. 9:30 5. bekkur kl. 10:00 6. – 7. bekkur kl. 10:30 8. -10. bekkur kl. 11:00
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2017-2018

28/07/17Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2017-2018
Í okkar góða hóp vantar fyrir haustið umsjónarkennara á yngsta og miðstig ásamt þroskaþjálfa, skólaliða og frístundaleiðbeinendur. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2017-2018

06/07/17Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2017-2018
Í okkar góða hóp vantar deildarstjóra fyrir 1.-2.bekk, umsjónarkennara á yngsta og miðstig ásamt þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og skólaliða. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Breytt fyrirkomulag vegna mataráskriftar haustið 2017

06/07/17
Frá og með hausti verður breytt fyrirkomulag vegna skráninga í mötuneyti og ávaxtabita í skólanum. Allir nemendur skólans, sem nú þegar eru skráðir í mötuneyti og/eða ávaxtabita, verða sjálfkrafa skráðir frá og með hausti 2017. Fyrir 20.ágúst þarf að sækja um í Íbúagátt fyrir nýja nemendur og þá sem ekki hafa verið í áskrift en vilja vera það frá hausti. Ætli nemandi að hætta í áskrift þarf að senda upplýsingar þess efnis í gegnum Íbúagáttina ( senda skilaboð til ábyrgðaraðila) fyrir 20. ágúst 2017.
Meira ...

Síða 2 af 5

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira