logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Veðrið þri. 28.sep.

28/09/2021

Líkt fram hefur komið sl ár, þá er tilgangurinn með „nýju“ veður leiðbeiningunum að fólk geti fylgst með viðvörunum frá Veðurstofu Íslands í gegnum fjölmiðla,

þar sem allir fjölmiðlar greina frá lita viðvörunum og fylgt þeim eftir út frá þeim lit sem Veðurstofan gefur út.

Fólk getur þá skipulagt sig út frá leiðbeiningunum í sínu starfi, hvort sem um ræðir starfsfólk skóla eða foreldra / forráðamenn.

 

Skólar loka aldrei og alltaf er mikilvægt að gefa þau skilaboð og viðhorf að skólar eru öruggt húsnæði og börn ekki í neinni hættu þar og því ekki þörf á að rjúka til og sækja nema það sé almanna hætta í gangi og þá koma skýr skilaboð um það

m.ö.o. börn eru óhult þegar þau eru komin í hús þar til frístundastarfi líkur kl 16 – í þessu samhengi erum við alltaf að tala um yngstu börnin.

 

Foreldrar samkvæmt nýju leiðbeiningunum ákveða sjálfir hvort þeir treysti börnum til að ganga heim

Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum innan Mosfellsbæjar fer allt eftir vindáttinni.

Í dag er gul viðvörun seinni partinn vindur um 16 m á sek og grenjandi rigning en ekki hálka m.ö.o skólastarf og frístundastarf á að geta gengið með eðlilegum hætti en þau börn sem ganga heim úr frístund kl 16  – það er á ábyrgð forráðamanna að láta vita ef þau eiga ekki að ganga heim heldur verði sótt.

 

https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira