logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Viðurkenningar vegna Stóru upplestrarkeppninnar 2019-2020

16/12/2020

Í vor var búið að velja 5 keppendur í 7.bekk til að keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni. Vegna Covid varð að fresta og fresta og að lokum var sú ákvörðun tekin í haust að blása hana af. Mosfellsbær og Skólaskrifstofu langaði samt sem áður að færa þátttakendum gjöf, og voru það bækurnar Salka Valka eftir Halldór K. Laxness og Nokkur ljóð eftir Jón úr Vör. Einnig fengu þau öll viðurkenningarskjal. Þessir nemendur heita (í stafrófsröð): Gerður Eva Sigurðardóttir Wiium sem núna er í 8.-EE, Ísabella Björt Þórsdóttir, sem núna er í 8.-GG, Rebekka Líf Ólafsdóttir, sem núna er í 8.-EE, Steinunn Eva Óladóttir, sem núna er í 8.-ÓKJ og svo Ægir Þór Þorvaldsson sem núna er í 8.-EE.  Því miður vantar Gerði á myndina. 

 

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira