logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lestrarátakið Hrekkjavökulestur

08/10/2020

Lestrarátakið Hrekkjavökulestur

Lestrarátakið Hrekkjavökulestur hófst í Lágafellsskóla í gær og stendur í 14 daga eða fram til 20. október. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir lesa heima og í skólanum á skráningarblað sitt. Auk þess velja þeir hjá kennara lestrarmiða (beinagrind, draug, leðurblöku eða norn) og skrá á hann þær mínútur sem þeir lesa næstu þrjá daga. Því næst klippa þeir lestrarmiðann út og mega endilega skreyta hann að vild og festa hann svo upp í gluggann í bekkjarstofunni. Þetta gera þeir á þriggja daga fresti þar til lestrarátakinu lýkur og í lok átaksins á hver nemandi fjóra lestrarmiða í glugganum.

Þegar lestrarátakinu lýkur tekur nemandinn saman hversu margar mínútur hann las á þessum 14 dögum og skilar skráningarblaðinu til umsjónarkennara (íslenskukennara á unglingastigi). Allir bekkir fá viðurkenningarskjal en sá bekkur sem les hvað mest á hverju stigi fær óvæntan glaðning í lokin 😊 Áfram lestur!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira