logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Umhverfissáttmáli Lágafellsskóla

18/05/2020
Fimmtudaginn 14. maí söfnuðust umhverfisfulltrúar saman á sal skólans til að skapa saman umhverfissáttmála Lágafellsskóla. Fjölmargir aðrir nemendur komu einnig að þeirri vinnu. Umhverfissáttmálinn er lokaskrefið í átt að flöggun Grænfánans, sem stefnt hefur verið að í tvo vetur. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf fengu fulltrúarnir íspinna og viðurkenningarskjal. Sáttmálinn verður kynntur á næstu dögum.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira