logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lestrarátakið "Fuglar á grein"

07/05/2020
Lestrarátakið "Fuglar á grein" hófst í Lágafellsskóla í dag og stendur í 10 daga eða fram til 15. maí. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir lesa heima og í skólanum á skráningarblað sitt. Auk þess velja þeir fugl (hjá kennara) og skrá á hann þær mínútur sem þeir lesa næstu þrjá daga. Því næst klippa þeir fuglinn út og festa hann upp í gluggann í bekkjarstofu sinni.
Þetta gera þeir á þriggja daga fresti þar til lestrarátakinu lýkur og í lok átaksins á hver nemandi þrjá fallega fugla í glugga skólastofu sinnar. Áfram lestur!
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira