logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Bolludagur og öskudagur

18/02/2020

 

Bolludagur og öskudagur

24. og 26. febrúar

 

Hefð er fyrir því að nemendur megi koma með bollu í skólann til að borða í nestistíma á bolludag sem nú ber upp á mánudag 24. febrúar. Vinsamlega athugið að koma ekki með bollur sem hnetur eru í.

Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að koma í búningum í skólann. Stundatafla verður brotin upp með öskudagsskemmtun. Sund fellur niður þennan dag og ekki þarf að mæta með leikfimiföt. Nemendur í 2.bekk byrja daginn kl. 8:10 á Höfðabergi.

Í hádegismat á öskudag verður pizza. Þeir sem ekki eru skráðir í mötuneytið geta skráð sig sérstaklega þennan dag og er verðið 600 kr. Skrifstofa skólans  tekur við skráningu og greiðslu vegna nemenda í 3. -10. bekk en umsjónarkennarar í Höfðabergi fyrir 1. – 2. bekk. Greiðsla þarf að berast  föstudag 21. febrúar.

 

Kennslu í 3.-10. bekk lýkur kl. 13:15 á öskudag en kl. 13:20 hjá 1. – 2. bekk á Höfðabergi. Mælst hefur verið til þess að fyrirtæki í Mosfellsbæ byrji ekki að gefa sælgæti/gjafir fyrr en eftir þennan tíma.

ATH. Ekki verða veitt leyfi fyrir nemendur á öskudag, nema rík ástæða sé til.

 

Nemendur sem skráðir eru í Frístundasel fara þangað að lokinni kennslu.

Þeir foreldrar sem vilja fá leyfi fyrir börn í  frístundaseli þurfa að hafa samband við Daníel, forstöðumann frístundasels, í síma 896-2682 eða í tölvupósti fristund@lagafellsskoli.is fyrir kl. 12:00 á öskudaginn.

 

Með góðum kveðjum.

Starfsmenn Lágafellsskóla

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira