logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Stjörnutjaldið hjá 6.bekk

27/01/2020

Foreldrafélag Lágafellskóla bauð nemendum í 6.bekk sem eru að læra um himingeiminn upp á stjörnuskoðun í stjörnutjaldinu sem sett var upp í sal skólans. Stjörnutjaldið er er uppblásið kúlutjald með skjávarpa og gleiðlinsu í miðjunni og varpar myndum af himinhvolfinu á loft og veggi tjaldsins. Hægt er m.a. að skoða snúning himinhvelfingarinnar, pólstjörnuna, auðþektt stjörnumerki, tunglið og reikistjörnunrnar. Þetta á að auka skilning á því hvers vegna stjörnurnar ganga yfir himininn og hvernig mynda má mynstur á himninum (merki) úr björtum stjörnum. Síðan er hægt að "fljúga" til nokkurra reikistjarna og skoða yfirborð þeirra og jafnvel sólar. Hver bekkur fékk 40 mín í tjaldinu undir leiðsögn Viðars Ágústssonar og voru krakkarnir mjög ánægð með heimsóknina. Takk fyrir okkur Foreldrafélag

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira