logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

First Lego League keppnin

13/11/2019

Laugardaginn 9. nóvember fór fram í Háskólabíói keppnin First Lego League. Þar kepptu lið frá 16 grunnskólum og sendi Lágafellsskóli sitt lið til þátttöku en þeir nemendur hafa verið í Legó- vali (Vélmennaforritun) í haust.

Margvísleg markmið liggja á bak við valið; forritun, útsjónarsemi, samvinna og leita lausna og upplýsinga.

Veitt voru verðlaun fyrir fjórar keppnisgreinar, fyrir utan sigurverðlaunin.

Liðið okkar, Cityciborgs gerði sér lítið fyrir og fékk bikar fyrir bestu hönnun og forritun á vélmenni og var einnig tilnefnt fyrir bestu liðsheildina, stórkostlegur árangur!

Lið skólans skipuðu þau Hrannar 10.HP, Kristján 10.HP, Thelma Huld 8.SÓÞ, Dagbjört Erla 8.ÝÞ, Bergur Páll 8.SÓÞ, Þór Biednam 8.SÓÞ, Matteusz Wiktor 8.SÓÞ, Jamie Freyr 8.SÓÞ og Mikolas Bergþór 8.SÓÞ.
Kennarar hópsins eru Iðunn Ómarsdóttir og Ýr Þórðardóttir.

 

Til hamingju Cityciborgs 

 

Mynd af bikar og mynd af viðurkenningarskjali


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira