logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Vorhátíð 5 ára og 1. - 6. bekkjar

13/05/2019

Miðvikudaginn 15.maí verður haldin vorhátíð 5 ára nemenda á Höfðabergi og nemenda í 1.- 6. bekk Lágafellsskóla. Nemendur hafa undanfarið æft skemmtiatriði sem flutt verða á sviði skólans og er foreldrum og systkinum sérstaklega boðið að koma og njóta þessara skemmtiatriði í hátíðarsal skólans.

 

Þrjár sýningar verða þennan dag og stendur hver þeirra yfir í ca. 50 mínútur og eru gestir beðnir um að mæta stundvíslega áður en sýning hefst og sitja þar til sýningu lýkur.

kl. 16:45

Leikskóladeild, 2.GK, 2.JS, 3.LÞ, 4.GEA, 5.HD og 6.AM

kl. 18:00

Helmingur af 1.bekk, 2.GH, 2.LT, 3.JKJ, 4.RG, 5.MLG og 6.AH

kl. 19:00

Helmingur af 1.bekk, 3.HES, 4.DBS, 5.HG, 6.ÁPR og 6.GIS

Nemendur skulu mæta í sína stofu 15 mínútum áður en sýning þeirra hefst og verða í umsjón umsjónarkennara þar til foreldrar sækja þá í stofuna að lokinni sýningu. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur sitji í salnum þá sýningu sem þeir taka þátt í.  Hins vegar eru þeir velkomnir á aðrar sýningar t.d. þegar systkini eru að sýna og þá í fylgd foreldra/forráðamanna og eru þar á þeirra ábyrgð. Nemendur í leikskóla verða í stofu 205, 1. bekkur kl. 18 á bókasafni, 1 bekkur kl. 19 í stofu 205, 2.GK og 2.JS í stofu 104, 2.GH og 2.LT í stofu 105.

Fyrir framan stofur 204 og 205 verður starfrækt veitingasala á vegum foreldra 6. bekkinga. Þar geta gestir keypt ýmsar veitingar fyrir og eftir sýningu. Allur ágóði af veitingasölu rennur í ferðasjóð 6. bekkjar vegna ferðar árgangsins í Vatnaskóg næsta haust. Hægt verður að greiða með greiðslukortum.

Frítt er inn á sýningarnar

Hlökkum til að sjá ykkur og vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta

Með bestu vorkveðju,

starfsfólk Lágafellsskóla

 

Smella hér til að sjá sem pdf

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira