logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lokaumferð Stóru upplestrarkeppninnar 2019

29/03/2019

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. skipti í Mosfellsbæ fim. 28/3. Keppnin í ár var haldin í Varmárskóla. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafells- og Varmárskóla. Keppendur fyrir hönd Lágafellsskóla voru: Alex Máni Hrannarsson 7.-IRÍ, Aron Valur Gunnlaugsson 7.-JLS,  Eydís Ósk Sævarsdóttir 7.-IRÍ,  Katrín Ósk Davíðsdóttir 7.-JÞ og  Þórey Kristjana Björnsdóttir 7.-JLS.  Þjálfari þeirra var Ýr Þórðardóttir

Margt var um manninn á þessari hátíðlegu lokahátíð og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og Ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. 

Allir keppendur okkar stóðu sig með miklum sóma og var hópurinn ótrúlega góður að þessu sinni en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldsins.

Alex Máni Hrannarsson 7.-IRÍ Lágafellsskóla hlaut fyrsta sætið og endurheimt bikarinn fyrir hönd skólans, annað sætið hlaut Aron Valur Gunnlaugsson 7.-JLS einnig í  Lágafellsskóla og þriðja sætið fékk Halla Katrín W. Ólafsdóttir 7.-IÓ Varmárskóla.  Við óskum verðlaunahöfunum öllum innilega til hamingju.

Af þessum tuttugu og eina skipti sem keppnin hefur varið haldin í Mosfellsbæ hafa Lágafellsskóli og Varmárskóli mæst 17 sinnum. Þar af hefur Lágafellsskóla unnið í 10 skipti. Sigurvegarar fyrri ára hafa látið hafa eftir sér að keppni sem þessi gefi manni mikið sjálfstraust og öryggi út í lífið og búi mann vel undir frekara nám á framhalds- og háskólastigi.

Tónlistaratriði kvöldsins voru í höndum skólakórs Varmárskóla. 

Myndir frá keppninni má sjá hér,   Smella   en það var Anna Björg Ingadóttir umsjónarkenni í 7.-AB sem tók myndirnar fyrir hönd skólans.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira