logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Sigurvegarar á Fjölgreindaleikum 2018

29/10/2018

Síðustu tvo dagana fyrir vetrarfrí fóru fram Fjölgreindaleikar í skólanum. Nemendum í 3. - 7. bekk var skipt upp í 28 hópa sem var aldursblandaður og voru 2 - 3 nemendur úr 7.bekk fyrirliðar í hverjum hópi. Teknar voru 14 stöðvar hvorn dag og sem dæmi um stöðvar má nefna finna út heiti á fuglum eftir myndum/hljóði, búa til sem hæstan kastala úr kapplakubbum, sippa sem lengst, pílukast, orðarugl, hanga í köðlum o.s.frv. 

Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjú efstu sætin. Liðið sem lenti í þriðja sæti með 659 stig var lið nr. 2, liðið í öðru sæti með 667 stig var lið nr. 14 og liðið í fyrsta sæti með 673 stig var nr. 26 en í því voru:

Friðrik Sólon og Sindri úr 7.bekk,

Bjarki Rafn og Hörður úr 6.bekk,

Baldvin Snær, Ólafur Haukur og Ísak Þ úr 5.bekk,

Marta Guðrún og Anna Bryndís úr 4.bekk,

Emilía Hrönn og Eva Ísabella úr 3.bekk

og óskum við þeim öllum til hamingju með frábæran árangur.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira