logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Samræmdu enskuprófi frestað vegna tæknilegra örðugleika.

09/03/2018

Eftirfarandi tölvupóstur var sendur heim til foreldra og nemenda í 9.bekk

 

Sælir foreldrar og nemendur í 9.bekk

Því miður komu aftur upp erfiðleikar við fyrirlögn í samræmdu prófunum í morgun. Neðangreindur póstur barst okkur rétt í þessu frá MMS:

Ágæti skólastjóri.

Það hafa verið hnökrar hjá þjónustuaðila og vandamál með álag kom upp aftur.

Enskuprófið gengur ekki sem skyldi.

Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fyrirlögn þess.

Þeim sem eru í prófinu og gengur vel er að sjálfsögðu heimilt að ljúka við próftöku.
Menntamálastofnun harmar þetta mjög.

Með kveðju,
Sverrir Óskarsson,sviðsstjóri matssviðs.

Sú ákvörðun var því tekinn í Lágafellsskóla að fresta prófunum en þeir nemendur sem komnir voru inn í prófin er gefin kostur á að ljúka þeim ef þeir vilja.

Skóli verður skv. stundarskrá frá 11:25.

Vinsamlega látið þetta berast ykkar á milli þegar þið sjáið þennan póst.

Með kveðju
Stjórnendur og kennarar í Lágafellsskóla


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira