logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Góðir gestir í heimsókn

17/03/2017

Í dag heimsótti bæjarstjórinn, Haraldur Sverrisson, skólann ásamt Lindu Udengaard framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs. Sátu þau m.a. bekkjarfund nemenda í 5. EÓ þar sem nemendur ræddu um Mosfellsbæ, hvað væri gott í bænum okkur og hvað þeir teldu að vantaði í bæjarfélagið eða mætti bæta. Ýmsar spurningar voru lagðar fyrir bæjarstjóra sem hann svaraði skilmerkilega. Bæjarstjóri brá sér í skömmtun í mötuneyti, sérdeildin var heimsótt, hlýtt var á fallegan söng nemenda í 4. árgangi og að lokum var snæddur hádegisverður með starfsmönnum. Við þökkum þeim Haraldi og Lindu fyrir komuna.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira