logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Verkefnið ,,Stjórnmál og kosningar“ hjá 10.bekk

02/03/2017

Síðastliðnar vikur hafa nemendur í 10.bekk unnið verkefnið ,,Stjórnmál og kosningar“. Í upphafi var farið á Skólaþing þar sem nemendur fengu tækifæri til að setja sig í spor alþingismanna með því að taka þátt í hlutverkaleik. Hann fólst m.a. í því að fara á þingflokksfundi, þingfundi og nefndarfundi, ræða frumvörp, setja fram breytingatillögur og greiða atkvæði um málefnin.

Í skólanum sjálfum fór svo fram hópavinna þar sem unnið var í hópum að því að stofna stjórnmálaflokk, setja fram stefnuskrá, útbúa kosningabækling og auglýsingar og halda framboðsfundi. Svo var gengið til kosninga. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og þarna komu fram margar góðar hugmyndir og áherslur sem vert er að hlusta á, enda er framtíðin þeirra. 

 

Sjá myndir með því að smella hér

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira