logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Laus störf við Lágafellsskóla

18/11/2016

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi.

Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum.

Laus störf:

Stærðfræði – og náttúrufræðikennsla á unglingastigi

Vegna veikindaleyfis leitum við að kennara tímabundið í fullt starf.  Æskilegt að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í janúarbyrjun.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Áhugi á starfsþróun og nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki 

Staða matreiðslumanns skólans

Matreiðslumaður starfar undir stjórn skólastjóra. Viðkomandi annast daglegan rekstur og verkstjórn skólamötuneytis Lágafellsskóla í samvinnu við skólastjóra. Í starfinu felst m.a. undirbúningur, matseld og framreiðsla þeirra máltíða sem nemendum og starfsmönnum standa til boða.

Starfið er laust frá 1. mars en kostur ef viðkomandi getur hafið störf fyrr.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Matreiðslumenntun
  • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Hæfileiki til að vinna undir álagi
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Kunnátta í notkun Word og Excel sem og þekking á tölvupóstforriti
  • Góð íslenskukunnátta 

Skólaliðastaða

Meginverkefni eru ræsting, gæsla nemenda og aðstoð í matsal. Daglegur vinnutími frá

kl. 09:00 –16:00. Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2017

 Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Áhugi á starfi með börnum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

 Laun vegna auglýstra starfa eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 2. desember 2016.

Upplýsingar veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í  síma 5259200/8968230. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið johannam@lagafellsskoli.is

 

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.

 

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira