logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Göngum í skólann

08/09/2016

Lágfellsskóli tekur þátt í verkefninu í ár eins og síðastliðin ár og eru nemendur jafnt sem starfsmenn Lágafellsskóla hvattir til að koma gangandi, hjólandi og/eða nýta sér annan vistvænan ferðamáta til að koma sér í og úr skóla. Foreldrar yngstu barnanna eru hvattir til að ganga öruggustu leiðina í skólann með sínum börnum. Við hefjum verkefnið nú í ár mið. 7/9 á því að nemendur í 1.-6. bekk koma gangandi með blöðrur í skólann sem þau hengja svo upp við komuna í skólann. Eins eru kennarar annarra árganga hvattir til að fara í göngu og eða eyða hluta úr degi í útivist með nemendum sínum þennan dag. Nemendur í 1. og 2. bekk fá umferðafræðslu í tengslum við verkefnið en það er svo í höndum umsjónarkennara hvers árgangs fyrir sig að útfæra verkefnið enn frekar og vinna það með sínum nemendum. Nemendur á elsta stigi munu fá fyrirlestur um mikilvægi góðrar heilsu og eins munu skólavinir skólans hittast og fara saman í göngutúr og/eða eyða hluta af deginum saman í útivist á meðan verkefninu stendur. 

Hér má sjá myndir frá fyrsta degi verkefnisins

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira