logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Landnámskona í 4. bekk

26/05/2016

Landnámskona í 4. bekk

Fjórði bekkur hefur undanfarna daga verið að læra um landnám Íslands og í vikunni fengu þau heimsókn frá Berglindi Ingu á bókasafninu. 

Tilefni heimsóknarinnar var þó ekki að fjalla um bækur heldur að fræðast um ull og ullarvinnslu fyrr á öldum. Nemendur fengu hver sinn ullarlagð til að skoða meðan þeir lærðu um ullarþvott, tog og þel, kembingu og spuna. 

Heyra mátti saumnál detta þegar halasnældan tók að snúast og dúnmjúk ullarkemban varð að bandi. Eftir spuna á halasnældu var rokkurinn dreginn fram og þá þurfti aldeilis að hafa hraðar hendur við spunann. 

Nemendur hlustuðu af athygli og skemmtilegar umræður spunnust eftir sýnikennsluna. Meðfylgjandi myndir voru teknar í 4. EÓ og 4. RG.

Myndir af heimsókninni má finna hér.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira