logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Verðlaun í myndasamkeppni Mjólkursamsölunnar

04/03/2016

Verðlaun í myndasamkeppni Mjólkursamsölunnar

Á miðvikudagsmorgun fengum við í Lágafellsskóla skemmtilegt símtal um það að tvær stúlkur í 4. bekk hefðu unnið til verðlauna í teiknisamkeppni á vegum Mjólkursamsölunnar.

Þetta eru þær Hrefna Lind Óladóttir Tran í 4.DBS og Tanja Ýr Erlendsdóttir 4.HS.

Hrefnu og Tönju ásamt öllum í árganginum var tilkynnt um þessar viðurkenningar við skemmtilega athöfn í söngstund í gær.

Alls bárust um 1500 myndir í keppnina en einungis 10 myndir voru valdar til verðlauna.

Myndirnar þeirra Hrefnu og Tönju og frekari upplýsingar um keppnina munu birtast á vef Mjólkursamsölunnar og í dagblöðum á næstu dögum. Hvor stúlknanna fær 40.000,- kr. sem renna í bekkjarsjóði. Bekkurinn getur nýtt sér þessi verðlaun til að gera sér glaðan dag.

Við óskum Hrefnu og Tönju innilega til hamingju!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira