logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lestrarsprettur í Lágafellsskóla

04/03/2016

Lestrarsprettur Lágafellsskóla er nú í fullum gangi. Lestrarpretturinn er partur af lestrarstefnu skólans og fer fram einu sinni á hvorri önn. Markmiðið er að lesa á hverjum degi og efla áhuga á lestri. Nemendur telja ýmist mínútur, bækur eða blaðsíður og getur það verið ólíkt eftir árgöngum.

Útfærslurnar núna eru eftirfarandi:

1. bekkur

Lestrarbingó þar sem nemendur keppast við að safna stjörnum og skýjum í skólastofunni fyrir hvert bingó

2.bekkur

Lestrarbingó þar sem nemendur safna í bókaorm í formi lestrar. Eftir hverja bók fyllir nemandi út lestarvagn sem síðan er hengdur aftan í lestina sem lengist smátt og smátt við hverja bók.

3. bekkur

Nemendur búa til bókamerki úr límmiðum en þeir fá einn límmiða til að setja á bókamerkið fyrir hverjar 20 mínútur sem þeir lesa.

4. bekkur

Nemendur safna fiðrildum og fá eitt fiðrildi fyrir hverja 20 mínútur sem þeir lesa. Að átaki loknu myndast litrík og falleg fiðrildaþyrping,  tilbúin að fljúga út í vorið J.

5. bekkur

Nemendur gera bókaorm sem lengist eftir hverjar 20 bls. sem þeir lesa. Í lokin hangir uppi langur, litríkur bókaormur.

6. bekkur

Nemendur fylla upp í bókahillur sem hengdar eru upp á vegg í skólastofunni. Hver nemandi hefur sinn lit og fær að setja í bókahilluna eftir hverja bók sem hann klárar.

7. bekkur

Nemendur keppast við að lesa í sem flestar mínútur og heldur kennarinn utan um skráningar. Í lok hlaupsins áður en árgangurinn fer í páskaleyfi verður óvæntur glaðningur sem nemendur hlakka til að sjá hvað er.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira